LOKS FÉLLU GRINDVÍKINGAR
Grindvíkingar töpuðu sínum fyrsta leik á tímabilinu 81-67 á útivelli gegn KR síðastliðinn sunnudag eftir að hafa sigrað baráttuglaða Hauka 82-76 á fimmtudegi. Brenton Birmingham heldur áfram siglingunni en stuðningur liðsfélaga hans var ekki fyrir hendi gegn KR-ingum. Í Grindavík léku þei Bjarni Magnússon, Guðlaugur Eyjólfsson og Ermolinskij vel og komu í veg fyrir að Guðmundi Bragasyni heppnaðist að hafa af Grindvíkingum stigin í sínum fyrsta leik í Grindavík frá því að hann var rekinn þaðan sem þjálfari.Í nýju KR-höllinni mættu þeir KR liðinu í 3 sinn á stuttum tíma og töpuðu illilega baráttunni um fráköstin sem auk lélegrar vítanýtingar (43,8%) varð þeim að falli. Brenton Birmingham var ekki stöðvaður (35 stig, 64% skotnýting, 5 stoðsend., 3 stolnir boltar) en félagar hans mega ekki gleyma þætti sínum í sókninni eins og gerðist gegn KR. „Það hlaut að koma að tapleik, það vissum við alveg. KR-ingar eiga hrós skilið fyrir góða baráttu en við hristum þennan tapleik bara af okkur og höldum ótrauðir í næsta leik“, sagði Einar Einarsson þjálfari Grindvíkinga. „Bjarni, Gulli, Pétur og Sævar hafa verið að spila vel og Ermo er í sínu besta formi síðan hann spilaði fyrir Sovéska landsliðið ´64. Hann á eftir að komast inn í sóknarleik okkar þannig að engu er að kvíða.”Keflvíkingar að jafna sigÍslandsmeistarar Keflvíkingar virðast vera eitthvað jafna sig af tapvírusnum sem þeir hafa hrjáðst af undanfarnar vikur. Þeir tóku nýliða deildarinnar í kennslustund í vikunni, Hamarsmenn með 58 stiga mun (124-66), og Snæfellinga í Stykkishólmi með 23 stiga mun 81-104. Leikstjórnandinn Hjörtur Harðarson virðist hafa haft gott af hvíldinni í Korac-keppninni en hann leiddi sína menn með 19 stig gegn Snæfelli. Sigurður Ingimundarson, þjálfari, gat leyft varamönnunum að spreyta sig langtímum saman án þess lið hans hætti að auka muninn. Chianti Roberts lék sérlega vel gegn Snæfellingum og skoraði þar sem það skiptir máli, undir körfunni.Ölli með þrefalda tvennuNjarðvíkingar áttu einnig frekar náðuga viku. Snæfellingar lágu 98-67 í Njarðvík og Ísfirðingar 84-104 á snjóflóðasvæðinu fyrir vestan. Njarðvíkingurinn ungi, Örlygur Sturluson, náði óvenjulegum árangri gegn Snæfelli. Hann náði þrefaldri tvennu sem er nokkuð sem fáir leikmenn sem leikið hafa í úrvalsdeildinni, landsliðsmenn eður ei, hafa náð að gera. Örlygur skoraði 23 stig, tók 10 fráköst og gaf 11 stoðsendingar.