Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lokbrá... Karfan sem „sofnar“ og „vaknar“ þegar þú vilt
Föstudagur 21. maí 2004 kl. 14:41

Lokbrá... Karfan sem „sofnar“ og „vaknar“ þegar þú vilt

Í dag kl. 14.00 var tekin í notkun við 88 Húsið karfa sem á enga sér líka á landinu.

Karfan er þeim eiginleikum gædd að hún lokast á ákveðnum tíma sólarhringsins og kemur þannig í veg fyrir kvartanir íbúa um ónæði.

Körfuhringurinn hefur fengið nafnið Lokbrá og er hugmyndasmíð Stefáns Bjarkasonar framkvæmdastjóra Menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs Reykjanesbæjar.
Körfuna smíðaði Sigurjón Þórðarson þúsundþjalasmiður í Smiðjunni, en jafnframt hlaut verkefnið frumkvöðlastyrk frá Iðntæknistofnun.
Tildrög að smíði körfunnar má rekja til þess að erfitt var að verða við óskum um kökrfuboltahringi í hverfum vegna kvartana frá íbúum um hávaða á kvöldin, en ekki er hægt að setja upp hringi í hverfum nema með samþykki allra íbúa og hefur það reynst erfitt þar sem tímaskyn barnanna hefur ekki alltaf verið í takt við hina fullorðnu.
Lokbrá leysir þennan vanda þar sem tímarofi lokar körfuhringnum á kvöldin og Lokbrá “vaknar “ svo á þeim tíma sem íbúar stilla klukkuna. Orkuna fær Lokbrá frá sólarorkuspjaldi aftan á körfuspjaldinu.
Uppsetning á körfunni er tilraunaverkefni og verður fróðlegt að sjá hvort þessi uppfinning mun nýtast bæði börnum og unglingum sem og þreyttum íbúum í körfuboltabænum Reykjanesbæ.

Eva Stefánsdóttir, sem leikið hefur körfubolta bæði með Keflavík og UMFN, fyrrum landliðskona og dóttir Stefáns, vígði körfuna með fyrsta opinbera skotinu.

VF-mynd/Þorgils Jónsson

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024