Lokaumferðin í kvennakörfunni
Lokaumferðin í Iceland Express deild kvenna fer fram í kvöld en deildarkeppninni lýkur á stórleik Grindavíkur og Keflavíkur í Röstinni kl. 19:15 í kvöld.
Grindavíkurkonur hafa sem stendur betur í innbyrðisviðureignum liðanna með 2 sigra í 3 leikjum en ef Keflavík sigrar í kvöld ná þær 2. sætinu í deildinni og þar með heimaleikjaréttinum gegn Grindavík.
Haukar mæta Breiðablik að Ásvöllum og ÍS fær KR í heimsókn.
Eftirfarndi lið munu leika í úrslitakeppninni:
Haukar – ÍS
Grindavík – Keflavík (Keflavík – Grindavík)
Ræðst í kvöld hvort liðið fær heimaleikjarétt