Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lokaumferðin í fótboltanum um helgina
Föstudagur 24. september 2010 kl. 08:32

Lokaumferðin í fótboltanum um helgina


Lokaumferðirnar í Pepsideild karla og kvenna fara fram um helgina. Karlalið Keflavíkur tekur á móti ÍBV á Sparisjóðsvellinum á morgun en þessi leikur gæti haft úrslitaþýðingu fyrir Eyjamenn sem sitja í öðru sæti með 42 stig, einu stigi á eftir toppliði Breiðabliks. Þeir berjast við Blika og FH um efsta sætið og fari svo að þeir sigri í Keflavík og Blikar tapi sínum leik, taka Eyjamenn á móti Íslandsmeistaratitlinum í Keflavík. Búist er við 500 - 600 manns frá Eyjum á áhorfendapallana.

Keflavíkingar sitja í sjöunda sæti með 27 stig og Grindvíkingar eru 10 sæti með  21 stig og hafa tryggt sæti sitt í deildinni. Grindavík mætir Selfyssingum á Selfossvelli á morgun, laugardag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kvennalið Grindavíkur mætir Fylki á Grindavíkurvelli á sunnudaginn í gríðarlega mikilvægum leik en tapi stelpurnar eiga þær á hættu að falla. Jafntefli ætti að duga til að halda sætinu í úrvalsdeildinni en það verður langt í frá auðvelt verkefni.