Lokaumferð Landsbankadeildarinnar í dag
Í dag ræðst það hvort það verði FH eða Valur sem verði Íslandsmeistari í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.
Keflvíkingar taka á móti Skagamönnum á Keflavíkurvelli og verður þetta í fyrsta sinn sem liðin mætast síðan þau léku leikinn fræga uppi á Skaga fyrr í sumar þar sem ÍA hafði 2-1 sigur. Guðmundur Steinarsson verður ekki í leikmannahópi Keflavíkur í dag þar sem hann meiddist illa í leiknum gegn Fylki í síðustu umferð eins og Víkurfréttir hafa þegar greint frá.
Umferð dagsins:
Keflavík-ÍA
KR-Fylkir
Breiðablik-Fram
Valur-HK
Víkingur-FH
VF-Mynd/ [email protected] - Hallgrímur Jónasson gerði mark Keflavíkur uppi á Skaga í fyrri leik liðann sem lauk með 2-1 sigri ÍA.