Lokaumferð IEX karla - allt undir hjá Njarðvík

 Lokaumferð Iceland Express-deildar karla fer fram í kvöld og þá verður barist hart á öllum vígstöðum enda úrslitakeppnin að veði. Njarðvíkingar eru þessa stundina í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina en Fjölnismenn gætu stolið sætinu af þeim. Njarðvík leikur gegn Tindastól í kvöld fyrir Norðan og með sigri tryggja Njarðvíkingar sæti sitt í úrslitakeppninni. Sjöunda sætið gæti orðið Njarðvíkinga ef þeir vinna Stólana með átta stigum eða meira.
Lokaumferð Iceland Express-deildar karla fer fram í kvöld og þá verður barist hart á öllum vígstöðum enda úrslitakeppnin að veði. Njarðvíkingar eru þessa stundina í áttunda og síðasta sætinu inn í úrslitakeppnina en Fjölnismenn gætu stolið sætinu af þeim. Njarðvík leikur gegn Tindastól í kvöld fyrir Norðan og með sigri tryggja Njarðvíkingar sæti sitt í úrslitakeppninni. Sjöunda sætið gæti orðið Njarðvíkinga ef þeir vinna Stólana með átta stigum eða meira. 
Keflavík sem leikur gegn Fjölni á útivelli í kvöld getur náð fjórða sætinu með því að vinna svo lengi sem KR tapar fyrir ÍR en bæði Stjarnan og Þór vinna sína leiki. Þrjú lið eiga möguleika á öðru sætinu og gætu Keflvíkingar náð í heimavallarrétt ef úrslitin verða þeim hagstæð í kvöld.
Grindvíkingar eru orðnir deildarmeistarar og úrslit kvöldsins skipta þá litlu máli en þeir leika gegn Stjörnunni á heimavelli.
Það verður spennandi að sjá hvernig fer í kvöld en hægt er að fylgjast með gangi mála á netinu en bæði leikir Njarðvíkur og Tindastóls og hins vegar Keflavíkur og Fjölnis verða í beinni útsendingu á netinu. Smellið á nöfn liðanna til að komast á beina netútsendingu.
Allir leikirnir hefjast klukkan 19:15.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				