Lokaleikur Loga á morgun
#TakkLogi
Á morgun, sunnudaginn 25. febrúar, leikur Íslenska karlalandsliðið seinni leik sinn í þessum landsliðsglugga í undankeppni HM 2019 í Laugardalshöllinni. Þá mætir liðið Tékklandi kl. 16:00 og verður leikurinn sýndur beint á RÚV.
Craig Pedersen og aðstoðarþjálfar hans hafa valið sama lið og lék gegn Finnum í gær fyrir leikinn á morgun. Þá var Tryggvi Snær Hlínason í liðinu, en hann náði ekki til landsins í tæka tíð, þar sem flugi hans í hádeginu í gær var frestað til kvöldsins vegna veðurs. Nú er hann hins vegar kominn til landsins og verður því með á morgun.
#TakkLogi
Leikurinn á morgun mun verða kveðjuleikur Loga Gunnarssonar, þegar hann mun leika sinn síðasta landsleik, áður en hann leggur skónna á hilluna. Þetta mun verða hans 147. landsleikur og er hann fjórði landsleikjahæsti leikmaður íslenskrar körfuknattleikssögu.
Þrír leikmenn frá Suðurnesjum eru í liðinu á morgun en það eru þeir Ólafur Ólafsson, Grindavík, Logi Gunnarsson, Njarðvík og Hörður Axel Vilhjálmsson, Keflavík.