Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lokahóf yngri flokka verða á morgun
Miðvikudagur 11. maí 2011 kl. 17:58

Lokahóf yngri flokka verða á morgun

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Lokahóf yngri flokka Keflavíkur í körfuknattleik fer fram í Toyotahöllinni fimmtudaginn 12. maí kl. 18:00. Þar verða iðkendum veitta viðurkenningar fyrir góðan árangur og iðjusemi á leiktíðinni sem nú er að enda, auk þess sem farið verður yfir tímabilið í heild sinni og það starf sem unnið hefur verið í vetur.

„Grillararnir“ verða á sínum stað og allir fá Pulsur og Pepsi eins og þeir geta í sig látið. Allir iðkenndur eru hvattir til að fjölmenna og foreldrar og aðrir áhugasamir eru að sjálfsögðu meira en velkomnir.

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.