Lokahóf körfunnar í næstu viku
Lokahóf körfuknattleikshreyfingarinnar verður næstkomandi miðvikudag 24. apríl á Broadway. Húsið opnar kl. 19.00 og borðhald hefst kl. 20.00.Veislustjóri verður Svali Björgvinsson. Það kostar 4.200 í matinn og skemmtiatriðin. Húsið opnar svo fyrir alla sem áhuga hafa á og vilja skemmta sér með bestu körfuboltamönnum og konum landsins um kl. 23.00. Verð á ballið er 1.200 krónur.
Hin frábæra hljómsveit Á móti sól mun spla á ballinu sem hefst eftir að einstaklingsverðlaun vetrarins hafa verið afhent.
Matseðillinn er:
Púrtvínsbætt sveppasúpa
Lambavöðvi með gráðostapiparsósu
Ítalskt ístríó með skógarberjasósu.
Hin frábæra hljómsveit Á móti sól mun spla á ballinu sem hefst eftir að einstaklingsverðlaun vetrarins hafa verið afhent.
Matseðillinn er:
Púrtvínsbætt sveppasúpa
Lambavöðvi með gráðostapiparsósu
Ítalskt ístríó með skógarberjasósu.