Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi verður áfram hjá Gijon
Þriðjudagur 31. júlí 2007 kl. 10:25

Logi verður áfram hjá Gijon

Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, hefur samið að nýju við spænska liðið Gijon Farho sem hann lék hjá síðasta vor. Logi lék sjö leiki með liðinu sem féll úr næst efstu deild, LEB 1 deildinni á Spáni, og því mun Gijon leika í 2. deild á næstu leiktíð en sú deild kallast LEB Silver.

 

Logi segir við Morgunblaðið í dag að hann sé ánægður með samninginn og að nokkur lið hafi sýnt honum áhuga en á endanum hafi það orðið Gijon sem heillaði hann mest.

 

Samningur Loga á Spáni er til eins árs með ákvæði um annað ár til viðbótar.

 

Heimild: www.mbl.is

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024