Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi valinn maður leiksins í gær
Fimmtudagur 22. mars 2007 kl. 17:08

Logi valinn maður leiksins í gær

Logi Gunnarsson og félagar hans í finnska úrvalsdeildarliðinu ToPo Helsinki höfðu sigur á Espoon Honka í gærkvöldi 73-66 og var Logi stigahæstur ToPomanna með 14 stig í leiknum og var valinn maður leiksins fyrir vikið.

 

Honka er í 2. sæti deildarinnar með 58 stig en ToPo er í 4. sæti deildarinnar með 52 stig. ToPo á aðeins einn leik eftir í deildarkeppninni en að honum loknum er komið að úrslitakeppninni í Finnlandi. ToPo getur jafnað KTP Basket að stigum en KTP er í 3. sæti deildarinnar með 54 stig en KTP hefur betur í innbyrðisviðureignum gegn ToPo og því eru Logi og félagar fastir í 4. sæti.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024