Logi stigahæstur í tapleik ToPo
 Logi Gunnarsson gerði 24 stig í gærkvöldi og var stigahæstur þegar lið hans ToPo Helsinki varð að láta í minni pokann gegn Porvoon Tarmo 98-80 í finnsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
Logi Gunnarsson gerði 24 stig í gærkvöldi og var stigahæstur þegar lið hans ToPo Helsinki varð að láta í minni pokann gegn Porvoon Tarmo 98-80 í finnsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik.
ToPo hefur nú tapað fjórum af fimm síðustu leikjum sínum en hópurinn er þunnskipaður og voru einungis níu leikmenn með liðinu í gær en þeir sendu þrjá af erlendu leikmönnum sínum heim fyrir jól.

 
	
			

 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				