Logi skrifar undir í kvöld
Logi Gunnarsson mun skrifa undir þriggja ára samning við Njarðvík í kvöld. Logi hefur undanfarin sex ár leikið erlendis, bæði í Þýskalandi og á Spáni. Þetta er mikill hvalreki fyrir Njarðvíkinga sem mæta með talsvert breytt lið í ár. Logi er ánægður með að vera kominn aftur á heimaslóðir.
„Ég geri þriggja ára samning við Njarðvík, sem er þó með þeirri klausu að ég geti leitað mér að liði erlendis eftir hvert keppnistímabil. Mér lýst hins vegar alveg frábærlega á tímabilið sem er að fara í hönd og hlakka til að leika undir stjórn Vals Ingimundarsonar. Þetta er góður og skemmtilegur hópur og við eigum eftir að spila fínan körfubolta í vetur,“ sagði Logi.
Mynd/kki.is: Logi Gunnarsson mun formlega skrifa undir þriggja ára samning við Njarðvík í kvöld.