Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi sigurvegari í Sandgerði
Logi Sigurðsson á Íslandsmótinu í golfi 2021 sem haldið var á Akureyri. Mynd og frétt af gs.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
fimmtudaginn 2. júní 2022 kl. 09:08

Logi sigurvegari í Sandgerði

Fyrsta unglingamót GSÍ var haldið um síðustu helgi og fór Unglingamótaröðin fram í Sandgerði og Áskorendamótaröðin var hjá Nesklúbbnum. Golfklúbbur Suðurnesja átti alls fimm keppendur um helgina sem allir stóðu sig vel og eru að bæta sig sem kylfingar. Frammistða Loga Sigurðssonar stóð upp úr en hann sigraði í flokki 19–21 ára á samtals einu höggi undir pari. Logi er nýlega kominn heim eftir langa dvöl á Spáni þar sem hann vann við golfkennslu ásamt því að æfa og spila við góðar aðstæður og greinilegt að hann kemur vel undirbúinn í tímabilið hér heima.

Fjóla Margrét Viðarsdóttir endaði í þriðja sæti í flokki stúlkna 15–16 ára. Fjóla og Logi verða meðal bestu kylfinga landsins á Leirumótinu á GSÍ mótaröðinni  um Hvítasunnuhelgina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024