Logi Sigurðsson er Íslandsmeistari í holukeppni
Er handhafi allra stærstu titlanna sem eru í boði á Íslandi
Logi Sigurðsson sem er í Golfklúbbi Suðurnesja, varð í dag Íslandsmeistari í holukeppni eftir að hafa unnð Jóhannes Guðmundsson í Golfklúbbi Reykjavíkur í úrslitaleik, 3&2.
Með þessum sigri er Logi handhafi allra þriggja stóru titlana í karlagolfi. Hann er Íslandsmeistari í höggleik, Íslandsmeistari í holukeppni og Stigameistari Golfsamband Íslands. Hann er einnig ríkjandi klúbbmeistari Golfklúbbs Suðurnesja og Íþróttamaður Reykjanesbæjar.
Sannarlega vel að verki staðið hjá þessum unga, efnilega og frábæra kylfingi.