Logi Sigurðsson er alltaf með sömu rútínu fyrir mót
Kylfingur er staddur í Hvaleyrinni, þar sem Íslandsmótið í golfi fer fram þessa vikuna. Um 150 kylfingar hófu leik í blíðunni á fimmtudag og eftir gærdaginn var niðurskurður og þeir bestu slást í dag og á morgun. Logi Sigurðsson náði sér heldur betur á strik á seinni níu í gær, spilaði þær á -6 og kom sér í baráttuna. Kylfingur hitti Loga í upphitun og ræddi við hann um þann þátt og hvernig Logi ætlar að nálgast það sem eftir lifir Íslandsmótsins.
Viðtal við Loga á Kylfingur.is