Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi og Sunneva íþróttafólk UMFN
Þriðjudagur 29. desember 2015 kl. 12:09

Logi og Sunneva íþróttafólk UMFN

Sjá alla verðlaunahafa félagsins

Þau Logi Gunnarsson körfuboltakappi og Sunneva Dögg Friðriksdóttir sundkona voru valin Íþróttafólk Ungmennafélags Njarðvíkur árið 2015. Logi var ein af hetjum landsliðsins sem náði sínum besta árangri á árinu. Hann var auk þess frábær með liði Njarðvíkinga sem var hársbreidd frá því að leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn. Sunneva náði lágmörkum fyrir EM í 25 metra laug á árinu auk þess sem hún hafnaði í fjórða sæti í 200 metra skriðundi á Norðurlandamótinu. Hún er ein af efnilegri sundkonum landins.

Hér að neðan má sjá aðra Njarðvíkinga sem voru verðlaunaðir við athöfnina.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

F.v. Hörður, Rafnkell, Inga María, Guðbjörg, Björg, Logi, Ægir, Ómar og Sunneva.

Hörður Birkisson, kraftlyfingarmaður
Inga María Henningsdóttir, kraftlyftingarkona

Guðbjörg Jónsdóttir, þríþrautarkona
Rafnkell Jónsson, þríþrautarmaður

Björk Gunnarsdóttir, körfuknattleikskona
Logi Gunnarsson, körfuknattleiksmaður

Ægir Már Baldvinsson, júdómaður
Ómar Jóhannsson, knattspyrnumaður
Sunneva Dögg Friðriksdóttir, sundkona