Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi með skotsýningu í Njarðvík
Föstudagur 22. nóvember 2013 kl. 22:51

Logi með skotsýningu í Njarðvík

Skoraði 41 stig í öruggum sigri

Njarðvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Hauka þegar liðin áttust við í Dominos-deild karla í körfubolta í kvöld. Njarðvíkingar unnu örugglega 105-83, í leik þar sem Logi Gunnarsson fór mikinn. Logi skoraði alls 41 stig í leiknum. Logi hitti ótrúlega vel í leiknum en hann skoraði úr 7 af 11 þriggja stiga skotum sínum. Hann hitti alls úr 15 af 26 skotum sínum og úr öllum vítaskotum sínum í leiknum.

Í fjórða leikhluta setti hann setti niður 7/10 í skotum og þar af 4/5 í þristum. Elvar Már Friðriksson hafði frekar hægt um sig, ef miðað er við Loga, en hann skoraði þó 24 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir leikinn eru Njarðvíkingar með 10 stig í þriðja sæti deildarinnar.

Njarðvík-Haukar 105-83 (26-23, 22-20, 24-20, 33-20)

Njarðvík: Logi Gunnarsson 41/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 24/4 fráköst/11 stoðsendingar, Nigel Moore 15/11 fráköst/5 stoðsendingar, Óli Ragnar Alexandersson 6, Ágúst Orrason 5, Egill Jónasson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Ólafur Helgi Jónsson 3, Magnús Már Traustason 2, Friðrik E. Stefánsson 1/7 fráköst, Halldór Örn Halldórsson 0, Brynjar Þór Guðnason 0.