Logi með 30 stig í tapleik
Stórleikur Njarðvíkingsins Loga Gunnarssonar dugði Solna Vikings ekki til sigurs gegn LF Basket á útivelli í sænsku úrvalsdeildinni í körfuknattleik á dögunum.
LF Basket sigraði 82:80 í spennandi leik en Logi var langstigahæstur hjá Solna með 30 stig og minnkaði muninn með síðustu körfu leiksins þegar 30 sekúndur voru eftir. Urule Igbavboa fyrrverandi leikmaður Keflavíkur skoraði fjögur stig á lokasprettinum fyrir LF Basket og alls fimm í leiknum.