Logi með 26 stig í spennuleik
 Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson var allt í öllu í finnsku úrvalsdeildinni í gær þegar lið hans ToPo tók á móti KTP Basket. Gestirnir úr KTP eru í þriðja sæti deildarinnar en ToPo hafði betur að lokum 77-75 í æsispennandi leik þar sem Logi setti niður 26 stig.
Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson var allt í öllu í finnsku úrvalsdeildinni í gær þegar lið hans ToPo tók á móti KTP Basket. Gestirnir úr KTP eru í þriðja sæti deildarinnar en ToPo hafði betur að lokum 77-75 í æsispennandi leik þar sem Logi setti niður 26 stig.KTP Basket leiddi með 3 stigum þegar 1 mínúta var eftir en 5 stig ToPo mann gegn engu stigi KTP manna gerðu gæfu muninn. KTP leiddi stærstan hluta leiksins og í lok þriðja leikhluta höfðu þeir 9 stiga forskot. Logi var stigahæstur sem fyrr segir og skoraði 26 stig. ToPo er nú í fjórða sæti deildarinnar.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				