Logi með 10 stig í sigri ToPo
Logi Gunnarsson gerði 10 stig og gaf 5 stoðsendingar í dag þegar lið hans ToPo Helsinki lagði Kouvot 81-70. Með sigrinum eru ToPo komnir með 30 stig í finnsku úrvalsdeildinni en eru sem fyrr í 5. sæti deidarinnar.
Logi lék í 22 mínútur í leiknum, gerði 10 stig, gaf 5 stoðsendingar og setti niður öll fimm vítaskotin sín í leiknum.
VF-mynd/ [email protected] - Logi í leik með íslenska landsliðinu