Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi leggur skóna á hilluna með landsliðinu
Mynd: Karfan.is
Miðvikudagur 21. febrúar 2018 kl. 06:00

Logi leggur skóna á hilluna með landsliðinu

Logi Gunnarsson mun leika í síðasta sinn fyrir Íslands hönd í vikunni en eftir leikina í undankeppni HM í körfubolta, sem fara fram nk. föstudag og sunnudag, ætlar Logi að setja skóna á hilluna. Logi mun spila landsleiki númer 146 og 147 en hann er fjórði leikjahæsti landsliðsmaður frá upphafi. Enginn leikmaður íslenska landsliðsins hefur spilað fleiri landsleiki en Logi í Laugardalshöllinni en hann hefur samtals spilað 26 leiki.

Fyrsti landsleikur Loga var gegn Noregi 1. ágúst 2000 og hefur hann því leikið fyrir Íslands hönd í átján ár, hann hefur alls leikið gegn 43 mismunandi þjóðum.
Í 145 landsleikjum hefur Logi skorað 1473 stig en það gera 10,2 stig að meðaltali í leik. Hann hefur einnig skorað 209 þriggja stiga körfur með landsliðinu og er því kominn í 200 þrista klúbbinn ásamt Suðurnesjamönnunum Teiti Örlygssyni og Guðjóni Skúlasyni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég þarf að spá í þessu út frá mörgum sjónarhornum. Ég er með stóra fjölskyldu og er búinn að ræða þetta svolítið við konuna mína. Hún er búin að vera fórnfús með því að vera með mér í þessu öll þessi sumur. Öll þessi landslið eru búin að vera svo mikið á sumrin og ég er því ekki búinn að fá almennilegt sumarfríi í átján ár,“ sagði Logi í samtali við Vísir.“