Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi komst í gegnum fyrra stigið
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
föstudaginn 6. október 2023 kl. 13:04

Logi komst í gegnum fyrra stigið

Logi Sigurðsson, Íslandsmeistari í golfi og kylfingur í Golfklúbbi Suðurnesja, komst í gegnum fyrra stig úrtökumóts fyrir Skandinavísku ECCO-mótaröðina.

Logi lék nýverið á úrtökumóti fyrir ECCO-mótaröðina. Leikið var í Danmörku við góða aðstæður en töluverður vindur var á svæðinu sem gerði þetta meira krefjandi. Logi lék hringina tvo á fimm höggum yfir pari og endaði í 19.–21. sæti en 26 efstu komast áfram á seinna stigið sem leikið verður dagana 11. og 12. október.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það verður spennandi að fylgjast með Loga í lokamótinu en hér má sjá úrslitin úr fyrra stiginu: https://danish.golf/ecco-tour/livescore/?fbclid=IwAR1r25BUg0fqB8ucHCFP19M9QiThpvEaXCNdCFcU0Q-5pLJzXf2xfSuovzs#/competition/4145805/leaderboard