Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi í 16. sæti
Miðvikudagur 8. febrúar 2006 kl. 13:10

Logi í 16. sæti

Logi Gunnarsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, og leikmaður Bayreuth í suðurriðli þýskur 2. deildarinnar er 16. stigahæsti leikmaðurinn í deildinni.

Logi er með 18,2 stig að meðaltali í leik og hefur gert alls 327 stig í deildinni. Bayreuth er í 5. sæti deildarinnar með 11 sigra og 7 töp. Aðeins eitt lið fer upp úr deildinni en allar líkur eru á því að gamla lið Loga og Fannars Ólafssonar, Ratiopharm Ulm, fari upp um deild þar sem liðið hefur unnið allar viðureignir sínar á tímabilinu eða 18 talsins.

Mynd: www.chillipix.de


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024