Logi Gunnarsson mögulega í Njarðvík

Körfuknattleiksmaðurinn og Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson er samningslaus. Logi hefur leikið með Gijon frá vorinu 2007. Þar áður var hann hjá ToPo í Finnlandi í eitt ár og atvinnumaður í Þýskalandi í fjögur ár. Logi lék með Njarðvík áður en hann gerðist atvinnumaður og samkvæmt Morgunblaðinu hefur hann áhuga á að leika með sínu gamla liði ef hann semur ekki við erlent lið.
Heimild Morgunblaðið.


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				