Logi Gunnars: Fáni á vegginn í boði
Njarðvíkingar eygja von um að komast í bikarúrslit karla í körfuboltanum á laugardag en fyrst þurfa þeir að leggja ÍR-inga af velli í Ljónagryfjunni í kvöld kl 18:00.
Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkinga segist ekki líta öðrum augum á þessa bikarkeppni en aðrar þrátt fyrir að bikarinn sé á þeim tíma sem vanalega er undirbúningstímabil. „Nei í raun ekki. Við fengum snemma að vita að við myndum spila bikarkeppnina í september. Við fengum því útlendingana snemma og maður sjálfur fór að undirbúa sig aðeins fyrr.“
Heldur þú að einhver liðanna hafi mögulega ekki tekið þennan bikar alvarlega núna?
Logi Gunnarsson fyrirliði Njarðvíkinga segist ekki líta öðrum augum á þessa bikarkeppni en aðrar þrátt fyrir að bikarinn sé á þeim tíma sem vanalega er undirbúningstímabil. „Nei í raun ekki. Við fengum snemma að vita að við myndum spila bikarkeppnina í september. Við fengum því útlendingana snemma og maður sjálfur fór að undirbúa sig aðeins fyrr.“
Heldur þú að einhver liðanna hafi mögulega ekki tekið þennan bikar alvarlega núna?
„Mögulega já. Það eru mismunandi aðstæður hjá félögum. Sumir fá bestu leikmennina ekki inn strax, útlendingana. Mögulega eru ekki allir komnir í rétta formið heldur. Það er á ábyrgð íþróttamannsins að koma sér í sitt form fyrir alvöru keppni. Það gerði ég. Ég fór að æfa fyrr og fór að taka þetta alvarlega því ég vissi að það væru alvöru bikarleikir í september.“
Logi fagnaði fertugsafmæli sínu í byrjun mánaðar en virðist vera í fínu formi ennþá og hefur leikið rúmar 22 mínútur í leik í sigurleikjum gegn Val og Haukum í bikarnum hingað til.
„Þetta eru undanúrslit í bikar og við förum í þann leik eins og hann væri í desember eða janúar. Fyrir mér er þetta jafn stórt, við fáum miða í bikarúrslit ef við vinnum. Við í liðinu tölum um þetta sem tækifæri til að leika til úrslita og ef allt gengur eins og við viljum þá fáum við fána upp á vegg, það er ekkert flóknara.“
Hefði sá fáni minni þýðingu en aðrir?
Logi fagnaði fertugsafmæli sínu í byrjun mánaðar en virðist vera í fínu formi ennþá og hefur leikið rúmar 22 mínútur í leik í sigurleikjum gegn Val og Haukum í bikarnum hingað til.
„Þetta eru undanúrslit í bikar og við förum í þann leik eins og hann væri í desember eða janúar. Fyrir mér er þetta jafn stórt, við fáum miða í bikarúrslit ef við vinnum. Við í liðinu tölum um þetta sem tækifæri til að leika til úrslita og ef allt gengur eins og við viljum þá fáum við fána upp á vegg, það er ekkert flóknara.“
Hefði sá fáni minni þýðingu en aðrir?
„Nei. Af hverju? Þetta eru bara öðruvísi aðstæður í dag og deildir eru spilaðar með öðrum hætti erlendis. NBA deildin var t.d. spiluð í búbblu árið 2020 en sá titill hafði alveg sömu þýðingu.“
Ætlast til þess að Njarðvík keppi um titla
Njarðvíkingar mættu ÍR í æfingaleik fyrir skömmu þar sem þeir fóru með sigur og leiddu lengi vel örugglega. „Ég held að það sé bara gott að við vitum aðeins um liðið. Það getur verið óþægilegt að mæta liði sem maður veit ekkert um enda breytast lið oft mikið milli tímabila,“ segir Logi.
Njarðvíkingar hafa bætt við þremur nýjum erlendum leikmönnum og einnig samið við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson, finnur hann fyrir því að gerðar séu miklar væntingar til liðsins?
Ætlast til þess að Njarðvík keppi um titla
Njarðvíkingar mættu ÍR í æfingaleik fyrir skömmu þar sem þeir fóru með sigur og leiddu lengi vel örugglega. „Ég held að það sé bara gott að við vitum aðeins um liðið. Það getur verið óþægilegt að mæta liði sem maður veit ekkert um enda breytast lið oft mikið milli tímabila,“ segir Logi.
Njarðvíkingar hafa bætt við þremur nýjum erlendum leikmönnum og einnig samið við landsliðsmanninn Hauk Helga Pálsson, finnur hann fyrir því að gerðar séu miklar væntingar til liðsins?
„Það er alltaf ætlast til að Njarðvík sé að keppa um titla. Það er alltaf spennandi þegar leikmaður eins og Haukur kemur til Njarðvíkur. Síðast þegar hann var hjá okkur þá vorum við grátlega nærri því að fara í úrslit. Hann er einn af þremur bestu körfuboltamönnum sem Ísland á um þessar mundir.“