Logi góður í framlengdum leik
Lið Solna Vikings með Njarðvíkinginn Loga Gunnarsson innanborðs fór með sigur af hólmi í kvöld 112-108 eftir framlengingu gegn liði LF Basket í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta. Logi fór að venju mikinn í leiknum og gerði hann 20 stig auk þess að taka 8 fráköst og stela 3 boltum. Lið Solna situr um þessar mundir í 5-6 sæti deildarinnar.
Mynd/Magnus Neck
EJS