Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi gestur á séræfingu í Njarðvík
Fimmtudagur 22. júní 2006 kl. 16:11

Logi gestur á séræfingu í Njarðvík

Körfuknattleiksmaðurinn Logi Gunnarsson sem leikur með Bayreuth í þýsku 2. deildinni heimsótti séræfingu hjá Unglingaráði Njarðvíkur í morgun.

Á æfingunni í morgun ræddi Logi um ýmis mál og deildi með krökkunum hvað býr að baki því að gerast atvinnumaður í körfuknattleik ásamt mörgu öðru. Eftir spjallið við krakkana stjórnaði Logi svo æfingunni það sem eftir lifði og tóku krakkarnir vel á því enda ekki á hverjum degi sem þau fá að æfa með atvinnumönnum.

Séræfingar Unglingaráðs KKD Njarðvíkur samanstanda af 20 efnilegum krökkum frá yngri flokkum félagsins sem hafa jafnfram staðið sig vel í skóla og æft vel hjá félaginu. Hópurinn æfir mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá 9-12 í sjö vikur í sumar.

VF-myndir/ [email protected]


Mynd 1: Logi og Einar Árni með hópnum
Mynd 2: Logi stjórnaði æfingu hjá krökkunum í dag

 

 


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024