Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Logi enn atkvæðamikill hjá Solna
Miðvikudagur 29. desember 2010 kl. 19:38

Logi enn atkvæðamikill hjá Solna

Solna Vikings unnu sterkan útisigur á ecoÖrebro 65-71. Með sigrinum er Solna í 6. sæti deildarinnar með 18 stig og 50% vinningshlutfall, 9 sigurleikir og 9 tapleikir.
Njarðvíkingurinn Logi Gunnarsson var stigahæstur í liði Solna í kvöld með 15 stig, 10 fráköst og 3 stolna bolta. Þriggja stiga nýting beggja liða var með lakara móti í kvöld, 23% hjá Solna og 19% hjá ecoÖrebro, þar af var Logi með 2 þrista í 9 tilraunum. Athygli vekur að hann var næstfrákastahæsti leikmaður leiksins með 10 fráköst en þessi sókndjarfi bakvörður hefur jafnan verið meira áberandi í öðrum tölfræðiþáttum leiksins.
Frétt af Karfan.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024