Logi byrjar vel
Logi Gunnarsson, körfuknattleiksmaður frá Njarðvík, gekk á dögunum til liðs við Bayreuth í þýsku 2. deildinni í körfuknattleik.
Logi lék nýverið æfingaleik með Bayreuth og gerði í honum 25 stig og var með 63% nýtingu í 3ja stiga skotum en hann setti niður 7 af 11. Leikurinn var gegn Breitenguessbach og sigraði Bayreuth 90-79 í leiknum.
Á laugardaginn n.k. leikur Bayreuth svo sinn fyrsta deildarleik.
www.umfn.is/karfan