Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Fimmtudagur 3. apríl 2008 kl. 22:32

Ljóst hverjir leika til undanúrslita

Grindavík og ÍR tryggðu sér í kvöld sæti í undanúrslitum Iceland Express deild karla í körfuknattleik. Grindavík lagði Skallagrím 93-78 í oddaleik liðanna í Röstinni og ÍR sló út Íslandsmeistara KR 2-1 með öruggum 74-93 sigri í DHL-Höllinni.
 
Keflvíkingar munu því mæta ÍR á sunnudag í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum og Grindavík tekur á móti Snæfell í fyrsta undanúrslitaleiknum á mánudag. Bæði Keflavík og Grindavík hafa heimaleikjaréttinn í undanúrslitum.
 
Nánar um leik Grindavíkur og Skallagríms síðar…
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024