Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ljósmyndasafn: Motocrosskeppnin í gær
Sunnudagur 8. júní 2008 kl. 15:10

Ljósmyndasafn: Motocrosskeppnin í gær

Fyrsta motocross keppni ársins fór fram við Sólbrekku í gær við vægast sagt hrikalega erfiðar aðstæður í grenjandi rigningu. Enda fór það svo að sumir keppenda fengu slæma byltu og þurfti fjórir þeirra að leita sér læknishjálpar. Þeir voru blessunarlega lítið slasaðir og fengu að fara heim eftir aðhlynningu á sjúkrahúsi. Á vefnum motocross.is er haft eftir starfsmönnum sjúkrabíls að þeir hefðu aldrei haft svo mikið að gera í motocrosskeppni. Rúmlega 130 keppendur voru skráðir til leiks.

Á www.motocross.is er að finna nánari umfjöllun um keppnina og úrslit í öllum flokkum.

Svipmyndir frá keppninni eru komnar í ljósmyndasafnið hérá síðunni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VF-mynd/elg: Frá keppninni í gær. Það lítur út fyrir að einhver hafi fengið byltu þarna í baksýn.