Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ljósanæturpúttarar verðlaunaðir
Fimmtudagur 2. september 2004 kl. 17:58

Ljósanæturpúttarar verðlaunaðir

Ljósanætur-púttmótið fór fram í þokkalegu veðri í dag, og hófst kl 13.30. 49 eldri borgarar og 9 unglingar mættu til keppni.
 
Sigurvegari í unglingaflokki var Aron Ingi Valtýsson með 71 högg, önnur varð Kristín R Sævarsdóttir með 73 högg og í þriðja sæti varð Lúðvík Elmarsson með 74 högg. Heiða Guðnadóttir var einnig á 71 höggi en var ekki til staðar fyrir umspil og fellur því niður.
Hún varð einnig með flest bingó eða 5. Flest bingó til verðlauna fékk svo Aron Ingi eða 3.

Í kvennaflokki urðu þrjár jafnar á 69 höggum og eftir umspil varð hlutskörpust Sesselja Þórðardóttir. Í öðru sæti varð Vilborg Strange og númer þrjú var María Einarsdóttir. Flest Bingó fékk svo Regína Guðmundsdóttir.

Í karlaflokki sigraði Guðmundur Ólafsson á 64 höggum, annar varð Jón Ísleifsson á 65 höggum og þriðji Stefán Egilsson á 66 höggum,  flest Bingó var Guðmundur Ólafsson með, eða  9.

Verðlaun voru afhent í Selinu af styrktaraðila þessa móts, TOYOTA-umboðinu á Suðurnesjum, sem einnig bauð öllum þátttakendum upp á kaffi og meðlæti.

Næsta mót er svo BÆNDAGLÍMAN 16. september kl 13.
VF-mynd: Bingó-verðlaunahafar mótsins
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024