Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ljósanæturmót Geysis í körfubolta
Mánudagur 26. ágúst 2013 kl. 09:14

Ljósanæturmót Geysis í körfubolta

Ljósanæturmót Geysis í körfubolta verður haldið dagana 3. - 5. september í TM-Höllinni í Keflavík. Þrjú lið eru skráð til leiks í karlaflokki en það eru lið Keflavíkur, Grindavíkur og ÍR. Þá eru tvö lið skráð til leiks í kvennaflokki en það eru Keflavík og Njarðvík. Mótið verður aðeins minna í sniðum en sl. ár þar sem Lengjubikarinn í körfubolta hefst snemma þetta árið.

Dagskráin er sem hér segir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þriðjudagur 3. september kl. 19.15
- Keflavík - Grindavík (Karlar)

Miðvikudagur 4. september
- kl. 18.00 / Keflavík - Njarðvík (Konur)
- kl. 20.00 / Grindavík - ÍR (Karlar)

Fimtudagur 5. september kl. 19.15
- Keflavík - ÍR (Karlar)

Körfuboltaáhugafólk er hvatt til að líta við frítt er inn á alla leiki!