Bláa Lónið - 01apíl.
Bláa Lónið - 01apíl.

Íþróttir

Ljósanæturhlaup Lífstíls í dag
Miðvikudagur 2. september 2015 kl. 09:28

Ljósanæturhlaup Lífstíls í dag

Ljósanæturhlaup Lífsstíls fer fram miðvikudaginn 2. september kl 18.00. 500 kr. af hverri skráningu renna til Barnaspítala Hringsins til minningar um Björgvin Arnar.

Ljósanæturhlaup Lífsstíls (Áður Reykjanes Maraþon) er árlegur viðburður sem fram fer í tengslum við Ljósanótt í Reykjanesbæ. Framkvæmd hlaupsins er í höndum líkamsræktarstöðvarinnar Lífsstíls í Reykjanesbæ. Hlaupið er um götur Reykjanesbæjar. Keppt er í eftirtöldum vegalengdum: 3 km, 7 km og 10 km.

Public deli
Public deli

Flögu tímamæling verður notuð í Ljósanæturhlaup Lífsstíls í 7 og 10 km.

Ljósanæturhlaup Lífsstíls er tilvalið fyrir alla fjölskylduna og hægt að finna vegalendir við allra hæfi.

Rásmark og endamark verða við Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík) Vatnsnesvegi 12, Reykjanesbæ.

Dagskrá og tímasetningar

  • Skráningu á keppnisstað lýkur kl 17.00 (gæti verið fyrr ef uppselt verður) og er gjaldið 500 kr. hærra sé skrá á keppnisstað.(gæti verið fyrr ef uppselt verður)
  • Ræsing í allar vegalengdir kl 18:00.
  • Verðlaunaafhending verður um kl. 19:30.