Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ljósanæturhlaup Lífstíls
Fimmtudagur 24. ágúst 2017 kl. 07:00

Ljósanæturhlaup Lífstíls

- Hlaupið til styrktar Björgvins Arnars

Árlegt Ljósanæturhlaup Lífstíls fer fram miðvikudaginn 30. ágúst næstkomandi. Í ár munu 500 krónur af hverri skráningu renna til Barnaspítala Hringsins til minningar um Björgvin Arnar sem lést fyrir fjórum árum síðan en hann fæddist með sjaldgæfan genagalla.

Líkamsræktarstöðin Lífstíll sér um framkvæmd hlaupsins en hlaupið verður í kringum götur Reykjanesbæjar. Vegalengdirnar sem í boði verða eru 3 km, 7 km og 10 km. Ljósanótt er ein stærsta fjölskylduskemmtun landsins og því er tilvalið fyrir alla fjölskylduna að skella sér saman að hlaupa, enda eru vegalengdir í boði fyrir alla. Hlaupið hefst og endar við Líkamsræktarstöðina Lífsstíl.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Forskráning er inn á hlaup.is.


Hér má hlaupaleiðirnar