Ljósanæturhlaup Lífsstíls: Fjölskylduhlaup fyrir góðan málstað
Árlega Ljósanæturhlaup Lífsstíls fer fram miðvikudaginn 31. ágúst kl. 18.30. Hlaupið er tilvalið fyrir alla fjölskylduna því keppt er í 3,5 km, 7 km og 10 km hlaupi. Rásmark og endamark verða við Lífsstíl Líkamsrækt (Hótel Keflavík) á Vatnsnesvegi 12, Reykjanesbæ og verður hlaupið er um götur bæjarins.
Flögu tímamæling verður notuð í öllum vegalengdum hlaupsins. Þátttakendur eru hvattir til að kynna sér vel hlaupaleiðirnar en þær má sjá hér að neðan, þá er einnig hægt er að skoða kort af öllum vegalengdum en hægt verður að skoða kort af leiðunum á Facebook síðu Lífsstíls, í Lífsstíl og við rásmark. Þess má geta að 10 km leiðin í hlaupinu er löggild og því telja tímar til Íslandsmeta.
500 kr. af hverri skráningu renna til Barnaspítala Hringsins til minningar um Björgvin Arnar. Björgvin lést árið 2013, þá aðeins sex ára að aldri eftir að hafa glímt við mikil veikindi frá fæðingu.
Veitt verða verðlaun fyrir besta árangur í öllum aldursflokkum í 7 km og 10 km hlaupunum. Tveir aldursflokkar eru í 3,5 km. hlaupinu - 16 ára og yngri og 17 ára og eldri. Þá verða einnig útdráttarverðlaun á borð við þolpróf og grunnbrennslupróf frá Sigma Sportlab.
Dagskrá og tímasetningar
Ræsing í 10 km kl. 18:30
Ræsing í 7 km kl. 18:35
Ræsing í 3,5 km kl. 18:40
Verðlaunaafhending verður um kl. 19:50
Þátttökugjald
3,5 km: 1.500 kr. fyrir 15 ára og eldri, 1.000 kr. fyrir 14 ára og yngri.
7 km og 10 km: 3.000 kr. fyrir 15 ára og eldri, 2.000 kr. fyrir 14 ára og yngri
Eftir kl 23.59 þriðjudaginn 30. ágúst hækkar verðið um 1.000 kr.
Lífsstíll hvetur alla til að tryggja sér skráningu á https://netskraning.is/. Athugið að skráningargjald hækkar um 1.000 krónur fyrir alla flokka ef skráð er eftir kl 23.59 þriðjudaginn 30. ágúst