Ljónin voru sannarlega hungruð í Njarðvík í kvöld
Það má segja að Njarðvíkurliðið í körfubolta hafi sprungið í kvöld eftir langa og stranga bið eftir sigri. Lið Stjörnunnar mætti í heimsókn og réði lítið við ljónin í Iceland Express deild karla.
Tveir nýir leikmenn spiluðu sinn fyrsta leik með Njarðvík en þeir hafa gjörbreytt spilamennsku Njarðvíkinga þar sem þeir unnu með 21 stigi í kvöld. Jonathan Moore er stór og góður skotmaður en hann sýndi það klárlega í kvöld. Einnig var Nenad Tomasevic, leikstjórnandi að stjórna leik þeirra grænu eins og herforingi.
Njarðvíkingar tóku strax forystu og voru yfir allan leikinn. Bilið á milli liðanna jóks með hverri mínútu en stuðningsmenn Njarðvíkur sáu stjörnuhrap í Ljónagrifjunni undir lok leiksins. Staðan í hálfleik var 49-35 fyrir heimamönnum en allt annað var að horfa á spilamennsku Njarðvíkur. Loka tölur urðu 89-68 fyrir Njarðvík og bjart framundan hjá Ljónunum.
Stigahæstur í liði Njarðvíkur var Jonathan Moore með 23 stig. Þar á eftir kom Christopher Smith með 20 stig, Nenad Tomasevic með 18 stig og Jóhann Árni Ólafsson með 13 stig, 7 stoðsendingar og 6 fráköst.
Stigahæstur í liði gestanna var Justin Shouse með 16 stig. Honum á eftir kom Fannar Freyr Helgason með 11 stig og Jovan Zdravevski var með 11 stig og 10 fráköst.
Hægt er að skoða myndasafn frá leiknum í ljósmyndasafni VF með því að smella hér.
VF-Myndir/[email protected]