Ljónin tapa aftur
Ljónin töpuðu öðrum leik sínum í röð í 2. deildinni þegar Reynismenn komu í heimsókn í Ljónagryfjuna í gær. Lokatölur voru 69-78 fyrir Reyni.
Reynismenn byrjuðu mun betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn og var staðan 35-43 þegar liðin héldu inn í klefa. Ljónin voru hins vegar ekki búin að segja sitt síðasta og skoruðu 12 fyrstu stigin í seinni hálfleik og komust yfir, 47-43. Reynismenn svöruðu þá loks fyrir sig og héldu í við heimamenn til loka þriðja leikhluta þar sem staðan var 59-56.
Sandgerðingar áttu mun betri lokakafla þar sem þeir tóku 2-12 kafla og náðu forskoti sem Ljónin náðu ekki að brúa.
Sigurður Sigurbjörnsson fór fyrir Reynismönnum og var með 15 stig og fjöldann allan af fráköstum, en Ragnar Ragnarsson og Örvar Kristjánsson voru stigahæstir Ljónanna með 20 og 18 stig.
Reynismenn byrjuðu mun betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn og var staðan 35-43 þegar liðin héldu inn í klefa. Ljónin voru hins vegar ekki búin að segja sitt síðasta og skoruðu 12 fyrstu stigin í seinni hálfleik og komust yfir, 47-43. Reynismenn svöruðu þá loks fyrir sig og héldu í við heimamenn til loka þriðja leikhluta þar sem staðan var 59-56.
Sandgerðingar áttu mun betri lokakafla þar sem þeir tóku 2-12 kafla og náðu forskoti sem Ljónin náðu ekki að brúa.
Sigurður Sigurbjörnsson fór fyrir Reynismönnum og var með 15 stig og fjöldann allan af fráköstum, en Ragnar Ragnarsson og Örvar Kristjánsson voru stigahæstir Ljónanna með 20 og 18 stig.