Ljónin heimsækja Sandgerðinga
Í kvöld mætast Reynir Sandgerði og Ljónin frá Njarðvík í 2. deild karla í körfubolta. Það verður hart barist þar sem fjölmargir leikmenn Ljónanna hafa áður leikið fyrir hönd Sandgerðinga. Leikurinn hefst kl. 19.00 í Sandgerði. Ljónin hafa sigrað í fyrstu tveimur leikjum sínum í vetur en það hafa Sandgerðingar einnig gert og því um toppslag að ræða.
VF-mynd/ úr safni