Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ljónin bitu frá sér
Logi Gunnarsson er ekki tilbúinn að hætta alveg strax en hann var með níu stig í kvöld. VF/JPK
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 26. apríl 2023 kl. 23:22

Ljónin bitu frá sér

Njarðvíkingar unnu frækinn sigur á Tindastóli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum Subway-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Lokatölur urðu 109:78 og staðan í einvíginu 2:1 fyrir Tindastóli.

Það var allt annað yfirbragð á Njarðvíkingum sem mættu virkilega grimmir til leiks og tóku völdin strax í byrjun, komust í 10:0 og svo 17:1. Eftir það hertu Njarðvíkingar bara tökin á leiknum sem skilaði yfir þrjátíu stiga sigri að lokum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vörn heimamanna var þétt og hleypti Sauðkræklingum aldrei inn í leikinn, það hlýtur að teljast mjög gott að halda Stólunum aðeins í 78 stigum. Stólarnir náðu ekki sama flæði í sóknarleik sínum og í fyrri viðureignum og fengu færri opin skot en þeir eru stórhættulegir utan þriggja stiga línunnar. Að sama skapi var gott flæði í sóknarleik Njarðvíkinga sem gestirnir réðu ekki við. Framlag leikmanna og vinnusemi var til fyrirmyndar og gaman að sjá stemmninguna í liðinu. Bekkur Njarðvíkur skilaði t.a.m. 36 stigum af 109.

Njarðvíkingar ættu því að fara því fullir sjáfstrausts inn í fjórða leik liðanna sem verður leikinn í Síkinu á Sauðárkróki næstkomandi laugardag. Vinni þeir hann verður leikinn oddaleikur í Ljónagryfjunni á þriðjudag.

Haukur Helgi lék vel í kvöld en sama má segja um allt Njarðvíkurliðið.

Haukur Helgi Pálsson fór á kostum í liði Njarðvíkur og gerði tuttugu stig, þá var Dedrick Deon Basile með átján stig og sjö stoðsendingar. Viðtal við Hauk má sjá í spilaranum hér að neðan.

Maciek Baginski var sjóðheitur og hitti úr fjórum af fimm þriggja stiga skotum sínum.
Lisandro Rasio var ekki sáttur en honum var vísað úr húsi í gær fyrir tvær tæknivillur og leikur því væntanlega ekki með Njarðvík í næsta leik.
Ljónahjörðin brosti breitt í gær enda gladdi frammistaða liðsins gífurlega.

Njarðvík - Tindastóll 109:78

(27:18, 26:20, 30:18, 26:22)

Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 20, Dedrick Deon Basile 18/7 stoðsendingar, Lisandro Rasio 13, Mario Matasovic 13/10 fráköst/5 stoðsendingar/3 varin skot, Maciek Stanislav Baginski 13, Nicolas Richotti 9, Jose Ignacio Martin Monzon 9/6 fráköst, Logi Gunnarsson 9, Jan Baginski 3, Ólafur Helgi Jónsson 2/4 fráköst, Rafn Edgar Sigmarsson 0, Oddur Rúnar Kristjánsson 0.

Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, var staddur í Ljónagryfjunni í gær og má sjá myndir frá leiknum neðst á síðunni.

Njarðvík - Tindastóll (109:78) | Undanúrslit Subway-deildar karla 26. apríl 2023