Ljónamenn ætla ekki í úrslitakeppnina
Ljónamenn kláruðu síðasta leik sinn með stæl og unnu b-lið Valsmanna 87-108. Ljónin enduðu í fyrsta sæti í sínum riðli í 2. deild en hafa ákveðið að fara ekki til Vestmannaeyja um helgina þar sem úrslitakeppnin í 2. deild fer fram. Stjórn og leikmenn Ljónanna voru samstíga um að fara ekki þar sem þeir töldu að það væri ekki grundvöllur fyrir liðið að fara upp um deild að sinni.