Lítið gengur hjá Njarðvíkingum
Þriðja tapið í röð
Njarðvíkingar sitja í áttunda sæti 2. deildar karla í fótboltanum eftir þriðja tap sitt í röð. Að þessu sinni töpuðu þeir fyrir Gróttu á útivelli 2-1. Heimamenn komust í 2-0 snemma leiks en það var Harrison Hanley sem minnkaði muninn fyrir Njarðvíkinga um miðjan síðari hálfleik.
Njarðvíkingar hafa ekki sigrað í deildini síðan 30. maí en síðan þá hafa komið tvö stig í hús hjá lærisveinum Guðmundar Steinarssonar.