Bílakjarninn hekla
Bílakjarninn hekla

Íþróttir

Línur að skýrast fyrir úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfu
Reggie Dupree átti góðan leik gegn Val.
Mánudagur 11. mars 2019 kl. 10:02

Línur að skýrast fyrir úrslitakeppni Domino's deildarinnar í körfu

Keflvíkingar og Njarðvíkingar unnu þægilega sigra í Domino’s deildini í körfubolta í gær. Keflavík vann Val á heimavelli og Njarðvík lagði Blika á útivelli.

Njarðvíkingar eru á toppi deildarinnar með 32 stig en Stjarnan er með 30 stig og einum leik minna. Keflvíkingar eru í 3.-4. sæti með Tindastóli en liðin berjast um 3. sætið.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

Keflvíkingar voru með mikla yfirburði gegn Valsmönnum í Blue höllinni í Keflavík. Ágúst Orrason kom af bekknum og sýndi flotta takta með mörgum fallegum körfum. Hann skoraði 16 stig og tók 5 fráköst en Michael Crion skoraði 16 og tók 7 fráköst. Reggie Dupree var með 15 stig. Magnús Þór Gunnarsson var mættur í Keflavíkurhópinn og skoraði 5 stig.

Keflvíkingar leika við Tindastól á útivelli í síðustu umferðinni og þá skýrist hverjir verða mótherjar liðsins í fyrstu umferð úrslitanna, Þór Þ. eða KR.

Njarðvíkingar unnu léttan sigur á löngu föllnum Blikum. Eric Katenda var atkvæðamikill og var með 22 stig og 10 fráköst. Njarðvík leikur gegn Skallagrími í Ljónagryfjunni í síðustu umferðinni næsta fimmtudag. Liðið er í erfiðri baráttu við Stjörnuna um toppsætið en Stjarnan fær Grindavík í heimsókn í kvöld og á sama tíma fær ÍR KR-inga í heimsókn. Síðasta umferðin verður svo á fimmtudag. Þar fá Grindvíkingar ÍR í heimsókn.