Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Línuhlaup Þróttar á laugardag
Þriðjudagur 13. ágúst 2013 kl. 08:17

Línuhlaup Þróttar á laugardag

Í tilefni fjölskyldudaganna í Vogum við Vatnleysuströnd helgina 16.-18. ágúst verður efnt til Línuhlaups Þróttar Vogum laugardaginn 17. ágúst 2013. Boðið er upp á 10 km hlaup sem fer fram að mestu á malbiki en líka á malarlínuvegi. Rástími er kl. 11:00, ræst er við aðalsvið fjölskylduhátíðarinnar.

Hlaupið hefst við aðalsvið fjölskylduhátíðarinnar (Aragerði við hliðina á íþróttahúsinu) og þaðan hlaupið í gegnum sveitarfélagið í áttina að stapanum. Við stapan er hlaupið undir Reykjanesbraut að línuveginum meðfram Reykjanesbraut. Við aðal gatnamótin inn í Vogana er aftur hlaupið inn í Vogana og þar hlaupinn hringur inni í bænum. Á Fjölskylduhátið Voga eru hverfin kyrfilega skreytt gulum, grænum og rauðum litum þannig að keppendum er lofað skemmtilegu umhverfi þennan dag. Hlaupið endar aftur við aðalsvið hátíðarinnar. Drykkjarstöð verður á leiðinni.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Leiðin verður merkt og UMF Þróttur verður með gæslu með aðstoð björgunarsveitarinnar Skyggnis. Íbúar hafa verið hvattir til að taka sér stöðu á leiðinni og hvetja keppendur sem og hljómsveitir munu spila á leiðinni.

Ekki er mikil hækkun/lækkun á leiðinni en slóðar eru á henni sem ekki eru sérlega greiðfærir. Þannig er leiðin ekki til þess fallin að bæta tíma en hún er því mun skemmtilegri fyrir augað. Hlaupið er um heiðarland á malarvegi sem og á malbikuðum brautum meðfram sjó.