Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Lilja Björk fyrsti Íslandsmeistari Keflavíkur í áhaldafimleikum
Lilja Björk Ólafsdóttir er afar efnileg í fimleikum. VF-Mynd/JJK
Fimmtudagur 21. mars 2013 kl. 10:07

Lilja Björk fyrsti Íslandsmeistari Keflavíkur í áhaldafimleikum

- Íslandsmeistari í öðru þrepi 14 ára og eldri í áhaldafimleikum

Lilja Björk Ólafsdóttir, fimleikastúlka úr Keflavík, varð Íslandsmeistari á Íslandsmeistaramótinu í þrepi sem fram fór um síðustu helgi. Lilja Björk keppir í öðru þrepi stúlkna, 14 ára og eldri, og er þetta í fyrsta sinn sem Keflavík eignast Íslandsmeistara í áhaldafimleikum. Lilja er mjög efnileg fimleikakona og hlaut hæstu einkunn á tvíslá og í golfæfingum. Hún hefur æft fimleika frá því að hún var fjögurra ára gömul.

„Það er mjög gaman að verða Íslandsmeistari. Ég vissi að ég ætti möguleika á sigri og gaman að það skyldi takast. Ég er búin að æfa fimleika mjög lengi og mamma kenndi mér þegar ég var að byrja,“ segir Lilja. Með þessum frábæra árangri hefur Lilja Björk verið valin í afrekshóp fimleikasambandsins og gæti unnið sér inn landsliðssæti fyrir mót sem fram fer í Noregi innan tíðar.

„Ég æfi líka fótbolta en ég einbeiti mér mun meira að fimleikunum. Uppáhaldsgreinarnar mínar eru slá og tvíslá. Það er rosalega gaman að æfa fimleika og ég hlakka alltaf til að mæta á æfingar,“ bætir Lilja við.

Keflavík átti 12 keppendur í mótinu að þessu sinni og náði tveimur verðlaunum. Katla Björk Ketilsdóttir varð í öðru sæti í 3. þrepi, 13 ára og eldri og var aðeins 0,1 stigi frá því að verða Íslandsmeistari. Katla var með hæstu einkunn í stökki og næsthæstu einkunn í gólfæfingum. Ljóst er að mikill uppgangur er í fimleikum í Reykjanesbæ og gæti deildin eignast fleiri Íslandsmeistara áður en langt um líður.


EFNILEGAR! Nik Sima, þjálfari, Alísa Rún Andrésdóttir, Katla Björk Ketilsdóttir, Lilja Björk Ólafsdóttir, Heiðrún Birta Sveinsdóttir, Elma Rósný Arnarsdóttir, Ingunn Eva Júlíusdóttir, Selma Kr. Ólafsdóttir, þjálfari.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024