Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

„Líklegir til alls ef við spilum saman sem lið“
Sunnudagur 3. desember 2017 kl. 05:00

„Líklegir til alls ef við spilum saman sem lið“

Magnús Már Traustason leikur með liði Keflavíkur í Domino´s deildinni í körfuknattleik en markmið hans í vetur er að hjálpa liðinu sínu eins mikið og hann getur. Hann er ánægður með liðsfélaga sína, sem taka vel á honum á æfingum, en Magnús segir liðið bæta sig með hverjum deginum. Eftir landsleikjapásu munu Keflvíkingar mæta í Ljónagryfjuna í kvöld, sunnudag, í sannkallaðan nágrannaslag gegn Njarðvíkingum. Leikurinn hefst kl. 19:15.

Eruð þið sáttir með frammistöðuna í vetur?
„Ég held við séum ekkert ósáttir en í þessum þremur tapleikjum þá hefðum við geta gert miklu betur. Þetta er langt mót og við bætum okkur á hverjum degi og toppum vonandi á réttum tíma. Við erum með flott lið og erum til alls líklegir ef við spilum saman sem lið.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvernig hafa æfingarnar verið hjá ykkur?
„Æfingarnar hafa verið mjög góðar. Frikki er með margar góðar æfingar og svo skemmir ekki fyrir að hafa góða liðsfélaga sem taka vel á manni.“

Hver eru markmiðin þín í vetur?
„Markmiðin mín í vetur eru að hjálpa liðinu mínu eins mikið og ég get og gera betur en í fyrra.“

Hver er skemmtilegasti/erfiðasti andstæðingurinn?
„Ég er sjálfur svolítið erfiður við mig en annars eru öll lið erfið ef maður mætir ekki tilbúinn til leiks, alveg sama hvort þau séu i úrvalsdeild eða í neðri deildum.“

Hvert er eftirminnilegasta atvikið þitt í körfunni?
„Úrslitakeppnin i fyrra og líka keppnisferð til Búlgaríu með U-18 landsliðinu þar sem okkur gekk ágætlega og kynntumst fullt af öðruvísi hlutum.“

Hvað finnst þér best við það að vera í körfu?
„Maður kynnist fullt af fólki og eignast góða vini. Einnig er mikið um það að við gerum eitthvað saman sem lið.“

Áttu einhverja skemmtilega sögu af liðinu?
„Ég á helling af sögum en þær haldast innan liðsins.“