Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 6. september 2002 kl. 10:49

Líkamsrækt og maraþon á Ljósanótt

Á Ljósanótt í ár býður Lífsstíll uppá frían aðgang og leiðsögn frá klukkan 8 um morguninn til klukkan 9 um kvöldið. Á síðustu ljósanótt bauð Lífsstíll upp á svipaða dagskrá og segir Ásdís Gottskálksdóttir eigandi líkamsræktarstöðvarinnar að það hafi verið mikil umferð af fólki í fyrra: "Það kom rosalega mikið af fólki sem vildi prófa, en við bjóðum upp á leiðsögn í tækjunum og verðum með frábær tilboð á kortum í líkamsrækt," segir Ásdís.Lífsstíll sér einnig um Suðurnesjamaraþonið sem var líka haldið á ljósanótt í fyrra þar sem um 80 manns tóku þátt. Maraþonið fer fram á laugardaginn og hefst klukkan 11.00. Það ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi því keppt verður í 3,5 km. skemmiskokki, 7 km. línuskautahlaupi, 10 km. maraþoni og 25 km. hjólreiðum. Maraþonið verður ræst frá Hótel Keflavík og fá allir þátttakendur frían bol og verðlaunapening.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024