Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Líf og fjör á Suðurnesjameistaramóti í júdó
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
laugardaginn 6. mars 2021 kl. 12:05

Líf og fjör á Suðurnesjameistaramóti í júdó

Það var líf og fjör í íþróttahúsinu í Vogum um síðustu helgi þegar Suðurnesjameistaramótið í júdó fór fram. Að þessu sinni var einungis keppt í flokkum fjórtán ára og yngri en engu að síður voru 40 keppendur skráðir til leiks frá þremur félögum; Þrótti, Njarðvík og Ármenningar var boðið að vera með. Mótið var hin fínasta skemmtun og margar frábærar viðureignir voru háðar, augljóst að efniviðurinn á Suðurnesjum lofar góðu.

Umgjörð mótsins var til fyrirmyndar og eins og meðfylgjandi myndir sýna þá skemmtu krakkarnir sér vel – og ekki skemmdi fyrir að áhorfendur voru leyfðir í fyrsta sinn síðan faraldurinn hófst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Suðurnesjameistaramót í júdó 2021