Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Liðstyrkur til Keflavíkur
Þriðjudagur 1. febrúar 2011 kl. 21:04

Liðstyrkur til Keflavíkur

Kvennalið Keflavíkur hefur fengið liðstyrk fyrir komandi átök í Iceland Express deild kvenna. Stúlkan sem um ræðir heitir Marina Caran og kemur frá Serbíu. Marina er fædd 1984 og er 180cm á hæð. Hún spilaði m.a. með liði Keltern í Þýskalandi, en það er sama lið og Jacqueline Adamshick spilaði fyrir. Þessi styrking á kvennaliði Keflavíkur er liður í því að ná settum markmiðum á tímabilinu. Þess ber að geta að það voru velunnarar kvennakörfunnar í Keflavík sem tóku sig saman og stóðu að fjármögnun leikmannsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Frá þessu er greint á heimasíðu Keflavíkur.